Fara í innihald

Glastonbury-hátíðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Glastonbury Festival of Contemporary Performing Arts, oftast stytt í Glastonbury eða Glasto, er hátíð sem haldin er árlega í Glastonbury á Englandi. Hátíðin er sögð vera stærsta tónlistar- og leiklistarhátíð sem haldin er undir berum himni í heiminum. Hátíðin stendur í þrjá daga, síðustu helgi í júní ár hvert. Hún er þekktust fyrir samtímatónlist, en einnig eru danssýningar, leiklist, kabarett og fleira.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.