Gjafasala
Útlit
Gjafasala (lat. negotium mixtum cum donatione) er gjafagerningur sem felur í sér að móttakandi verðmætis greiðir vísvitandi talsvert hærra endurgjald til veitanda þess en venjulegt getur talist, í þeim tilgangi að veita frjáls framlög til hins síðarnefnda sem nemur mismuninum. Álitið er að slíkir gerningar geti verið ógildanlegir, svo sem af þrotabúi gefandans.