Gjá (Færeyjum)
Gjá (færeyska: Gjógv, borið fram [tʃɛkv], danska: Gjov) er þorp staðsett á norðausturhluta Austureyjar í Færeyjum, 63 km leið frá höfuðborginni Þórshöfn.
Þorpið heitir eftir 200 metra langri gjá með náttúrulegri höfn, sem liggur norður til hafsins frá þorpinu.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Þorpið var fyrst nefnt árið 1584, en það virðist hafa verið til löngu áður. Íbúar lifðu lengi af veiði og sölu á þurrkuðum og söltuðum fiski (klippfiskur á færeysku). Áður fyrr sigldi allt að 13 fiskibátum frá Gjá. Íbúafjöldinn hefur minnkað verulega undanfarin frá því sem áður var. Árið 1950 voru íbúar enn 210 talsins. Í þorpinu var stofnuð verksmiðja árið 1982 sem framleiðir forsteyptar húseiningar, sú eina sinnar tegundar á eyjunum, en þar starfa 6 manns. Aðrar atvinnugreinar eru fiskeldi og ferðaþjónusta.
Þekkt fólk frá Gjá
[breyta | breyta frumkóða]- Joen Danielsen (1843–1926) skáld
- Hans Jacob Debes (1940–2003), sagnfræðingur.
- Hans Jacob Joensen (1938-2021), fyrsti (nútíma) biskup Færeyja.
- Sigurð Joensen (1911–1993), lögfræðingur, rithöfundur, stjórnmálamaður.
- Kristin Hervør Lützen, leikkona