Gismondín
Útlit
Gismondín er steind sem er oftast geislótt og smágerð.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Gismondín er glært eða hvítt og myndar mattar hálfkúlur eða staka kristala sem eru eins og tvíodda pýramídar. Stærð gismondínkristalla er oft í kringum 0,5 cm.
- Efnasamsetning: Ca2Al4Si4O16 •9H2O
- Kristalgerð: mónóklín
- Harka: 4½
- Eðlisþyngd: 2,12-2,28
- Kleyfni: Ógreinileg
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Gismondín er sjaldgæft og finnst aðallega í stórdílóttu basalti og ólivínbasalti
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2