Fara í innihald

Gismondín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gismondín.

Gismondín er steind sem er oftast geislótt og smágerð.

Gismondín er glært eða hvítt og myndar mattar hálfkúlur eða staka kristala sem eru eins og tvíodda pýramídar. Stærð gismondínkristalla er oft í kringum 0,5 cm.

  • Efnasamsetning: Ca2Al4Si4O16 •9H2O
  • Kristalgerð: mónóklín
  • Harka: 4½
  • Eðlisþyngd: 2,12-2,28
  • Kleyfni: Ógreinileg

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Gismondín er sjaldgæft og finnst aðallega í stórdílóttu basalti og ólivínbasalti

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.