Gerðardómur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gerðardómur er úrlausnaraðili, skipaður s.k. gerðarmönnum, sem, samkvæmt lögum eða samningi, úrskurðar um ágreiningsmál á sviði einkaréttar utan almennra dómstóla. Ákveða má með samkomulagi að skjóta ágreiningi milli aðila í gerð, en niðurstaða slíks gerðardóms er bindandi og verður ekki áfrýjað. Með því að semja um að setja ágreining í gerð afsala málsaðilar sér þeim rétti að leita til almennra dómstóla og skuldbinda sig til þess að hlíta niðurstöðu gerðardómsins. Gerðardómur er einnig haft um dóm þann, sem er kveðinn upp af gerðarmönnum.

Í samningi um að leggja mál fyrir gerðardóm kemur iðulega fram hverjir skuli sitja í gerðardómi. Ef svo er ekki og ef ekki næst samkomulag milli aðila um þetta atriði, geta aðilar skotið málinu til héraðsdómara, sem skipar þrjá menn í dóminn, skv. 3. mgr. 4. gr. laga 53/1989 um samningsbundna gerðardóma.

Ekki má leggja öll mál fyrir gerðardóm, einungis þau ágreiningsefni, sem aðilar hafa forræði yfir. Því er t.d. ekki heimilt að leggja refsimál á borð við líkamsárás eða þjófnað fyrir gerðardóm.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.