Gentofte (sveitarfélag)
Útlit
Gentofte er sveitarfélag á Höfuðborgarsvæði Danmerkur. Það liggur við Eyrarsund. Syðri hluti sveitarfélagsins liggur að Kaupmannahöfn en til vesturs liggur Gentofte að Gladsaxe sveitarfélaginu. Meðaltekjur í Gentofte eru einna hæstar í Danmörku. Í Gentofte eru bæjarhlutarnir Charlottenlund, Dyssegård, Gentofte, Hellerup, Jægersborg, Klampenborg, Ordrup, Skovshoved og Vangede. Sveitarfélagið einkennist af einbýlishúsabyggðum.