GenBank
Útlit
(Endurbeint frá Genebank)
GenBank er genabanki sem var opnaður árið 1982 eftir nokkura ára undirbúning. Gagnagrunnurinn inniheldur DNA-raðir, RNA-raðir og prótínraðir. GenBank er haldið úti af Miðstöð um lífupplýsinga við Heilbrigðistofnun Bandaríkjanna (NCBI). Vísindamenn senda inn í bankann upplýsingar um gen sem þeir einangra eða prótín sem þeir skilgreina. Í sumum tilfellum er um vel skilgreind gen að ræða, en einnig er mikið af gögnum úr stórtækari skimunum, t.d. raðgreiningu á öllu cDNA í tiltekinni frumugerð.
Vöxtur GenBank hefur verið gríðarlegur. Þann 15. ágúst 2010 voru 122,941,883 gen/raðir í GenBank (útgáfa GenBank 179.0).