Geislunarorka
Útlit
Geislunarorka ― Geislar sólu eru orka. Í sólinni breytist kjarnorka í ýmissar myndir geislunarorku. Orka sólarinnar verður til við samruna frumeindakjarna í iðrum hennar. Orkan berst síðan til jarðar sem rafsegulbylgjur. Orkan býr í sjálfum bylgjunum og nefnist geislunarorka. Því orkuríkari sem geislunin er þeim mun styttri er bylgjulengd hennar. Geislunin nær til okkar sem ljós, útfjólublá geislun, innrauð geislun og röntgengeislun. Útfjólublá geislun hefur styttri bylgjulengd en ljós og bylgjulengd ljóss er styttri en bylgjulengd innrauðar geislunar.