Fara í innihald

Geirþrúðardagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Geirþrúður sýnd í belgískri kirkju.

Geirþrúðardagur er 17. mars og er tileinkaður hinni heilögu Geirþrúði frá Nivelles(en) í Belgíu sem fæddist 626 og dó 17. mars 659. Hún var dóttir Pepin I frá Landen, heldrimanns frá Frankaveldi (d. 640), og Ida frá Nivelles (597-652).[1] Hún sneri sér ung til kaþólskrar trúar og varð orðin abbadís um tvítugt.

Á dánardægri hennar 17. mars 1610 varð mikill bylur á Íslandi með mann- og fjártjóni í Miðfirði, Borgarfirði og í Kolbeinsstaðahrepp. Í Skarðsárannál má lesa um þetta og er bylur þessi kallaður Geirþrúðarbylur.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Ida of Nivelles (597–652) | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 17. mars 2019.
  2. Sigurður Þór Guðjónsson. „Íslenskir annálar og aðrar gamlar veðurheimildir“ (PDF). Veðurstofan.