Garði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Garði er jata í fjárhúsi. Görðum er gjarnan komið fyrir á milli króa þannig að kindur geti komist að þeim hvoru megin sem er til að éta úr þeim hey.

Þegar rætt er um að eitthvað fari fyrir ofan garð og neðan er vísað til slíkrar jötu, - ekki garðs. Sama gildir um orðatiltækið að ráðast á garðann þar sem hann er lægstur en þar ruglast fólk yfirleitt og hefur upprunalega orðatiltækið breyst vegna rangrar orðanotkunar og finnst nú víðast sem að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, sem er auðvitað vitleysa, enda eru garðar yfirleitt ekki misháir á jöðrunum. Að ráðast á garðann þar sem hann er lægstur vísar einfaldlega í kind sem fær sér hey úr jötunni þar sem hún er lægst = þar sem auðveldast er að ná til þess.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.