Fara í innihald

Garðaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Garðaskóli, áður nefndur Gagnfræðaskóli Garðahrepps, er grunnskóli á unglingastigi, staðsettur í Garðabæ. Skólastjóri Garðaskóla er Jóhann Skagfjörð Magnússon. Innan veggja Garðskóla er einnig hýstur alþjóðlegur skóli og félagsmiðstöð, Garðalundur. Garðaskóli hóf starfsemi 11. nóvember 1966 í húsnæði við Lyngás í Garðabæ og fyrsta árið voru nemendur skólans 115. Nafni skólans var breytt í Garðaskóla eftir að Garðahreppur breyttist í Garðabæ og fékk kaupstaðarréttindi 1976.[1]

Guðni Th. Jóhannesson fyrrum forseti Íslands og Bjarni Benediktsson fyrrum forsætisráðherra voru báðir nemendur við skólann.

Skólastjóri Garðaskóla frá 1966 til ársbyrjunar 2002 var Gunnlaugur Sigurðsson.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Saga skólans | Garðaskóli“. gardaskoli.is. Sótt 13. desember 2024.