Gallsteinar
Útlit
(Endurbeint frá Gallsteinn)
Gallsteinar eru steinar úr kólesteróli eða galllitarefni sem myndast einkum í gallblöðrunni. Þeir geta verið örsmáir eða nokkurra sm stórir. Gallsteinar sem festast í gallgangi eða briskistilgangi orsaka gallsteinakast. Gallsteinar eru til staðar hjá 10 -20 % Vesturlandabúa og er það talið tengjast lífsstíl og matarvenjum.