Galdrar í Harry Potter
Útlit
Galdrar í Harry Potter eru galdraþulur sem persónur í Harry Potter-sögunum nota, ásamt töfrasprotum, til að framkvæma hluti með yfirnáttúrulegum hætti. Meginstef í söguheimi Harry Potter er að galdrafólk hefur sérstaka hæfileika til að gera yfirnáttúrulega hluti sem það svo lærir að beita með markvissum hætti í galdraskólum eins og Hogwarts.
Flestar galdraþulurnar eru orð eða orðasambönd á latínu, stundum eilítið afbökuð.
Algengar galdraþulur
[breyta | breyta frumkóða]- Expelliarmus - afvopnar andstæðing
- Oculus Reparo - lagar brot
- Lumos - ljósagaldur
- Alohamora - opnar hurðir
- Wingardium Leviosa - lætur hluti svífa
- Accio - lætur hluti koma til sín
- Salvio Hexia- verndargaldur , verndar ákveðið svæði
- Aquamenti - vatns þula, skýtur bunu af vatni út úr sprotanum.
- Confundo- gerir persónuna sem fær á sig galdurinn ringlaða.
- Expecto Patronum-varnargaldur gegn vitsugum
Ófyrirgefanlegu bölvanirnar
[breyta | breyta frumkóða]Ófyrirgefanlegar bölvanir eru þrjár. Refsingin fyrir að beita þeim er fangavist í Azkaban.
- Avada Kedavra - drápsbölvunin
- Crucio - kvalarbölvunin
- Imperio - stýribölvun stjórnar fólki