Fara í innihald

Galdra–Loftur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Galdra–Loftur er leikrit frá 1914 eftir Jóhann Sigurjónsson sem byggir á samnefndri þjóðsögu um Loft Þorsteinsson, sem uppi var á 18. öld. Leikritið birtist sama ár á dönsku og heitir Ønsket eða „Óskin“ á þeirri tungu. Leikritið fjallar um skólapiltinn Loft sem fæst við galdur og barnar vinnukonu á staðnum. Til þess að bjarga eigin orðstír drepur hann vinnukonuna með galdri. Hann sækist í meiri galdrakunnáttu og í þeim tilgangi særir hann Gottskálk biskup grimma til þess að ná af honum galdrabókinni Rauðskinnu, sem mun gera hann enn öflugri. Loftur verður hins vegar vitfirrtur og deyr.