Gagnastærð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Gagnastærð.

Það eina sem tölva skilur er ON og OFF skipanir. En þegar þessum einföldu skipunum er raðað upp í ákveðin form þá er hægt að byggja upp flókin gögn.

Tölvan skilur þessar ON/OFF grunneiningar og eru þær kallaðar bitar. Þessar skipanir má líkja við hlið sem hleypir rafmagni í gegnum sig þegar það er opið(1) og hleypir ekki rafmagni í gegnum sig þegar það er lokað(0).

Þegar að bitum er raðað upp til að mynda flókin gögn þá eru þeir settir saman í átta bita hópa sem kallaðir eru bæti. Bætin mynda einingu þar sem við getum myndað tölur (í tugakerfi) frá 0 upp í 255.

Með einu bæti erum við komin með minnstu mögulegu vistfangaeiningu í tölvu. Með öðrum orðum þá er vistfangalegt minnsta mögulega eining sem hægt er að sækja í minni, og þess vegna er talað um bæti þegar að talað er um gagnastærðir.