GATT
Útlit
Almennur samningur um tolla og viðskipti eða GATT (úr ensku: General Agreement on Tariffs and Trade) voru fjölþjóðlegir samningar um viðskipti og tolla sem hófust 1947 og lauk 1994 þegar Alþjóðaviðskiptastofnunin var stofnuð.
Samningalotur GATT og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
[breyta | breyta frumkóða]Alls hafa níu samningalotur verið haldnar í tengslum við GATT og Alþjóðaviðskiptastofnunina:
Samningalotur GATT og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar[1] | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Lota | Upphaf | Tímalengd | Lönd | Efni | Niðurstöður | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Genfarlotan | apríl 1946 | 7 mánuðir | 23 | Tollar | Undirritun GATT-samkomulagsins fól í sér 45.000 tollaívilnanir sem höfðu áhrif á tíu milljarða dollara viðskipti | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Annecy-lotan | apríl 1949 | 5 mánuðir | 13 | Tollar | Löndin skiptust á um 5.000 tollaívilnunum | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Torquay-lotan | september 1950 | 8 mánuðir | 38 | Tollar | Löndin skiptust á um 8.700 tollaívilnunum og lækkuðu tolla frá 1948 um 25% | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Önnur Genfarlotan | janúar 1956 | 5 mánuðir | 26 | Tollar, aðild Japan | $2,5 milljarða tollaívilnanir | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Dillonlotan | september 1960 | 11 mánuðir | 26 | Tollar | Tollaívilnanir að andvirði $4,9 milljarðar | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Kennedy-lotan | maí 1964 | 37 mánuðir | 62 | Tollar, ráðstafanir gegn undirboðum | Tollaívilnanir að andvirði $40 milljarðar | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Tókýólotan | september 1973 | 74 mánuðir | 102 | Tollar, aðrar viðskiptahindranir, rammasamningar | Tollaívilnanir að andvirði $300 milljarðar | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Úrúgvælotan | september 1986 | 87 mánuðir | 123 | Tollar, aðrar viðskiptahindranir, reglur, þjónusta, hugverkaréttur, lausn deilumála, textílvörur, landbúnaður, stofnun WTO o.s.frv. | Lotan leiddi til stofnunar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og víkkaði viðræðurnar út. Hún fól í sér mikla tollalækkun (um 40%) og lækkun ríkisstyrkja til landbúnaðar, samnings um fullan aðgang fyrir textílvörur og föt frá þróunarríkjum og alþjóðlega viðurkenningu allra sviða hugverkaréttar. | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Dóhalotan | nóvember 2001 | ? | 141 | Tollar, aðrar viðskiptahindranir, landbúnaður, vinnustaðlar, umhverfismál, samkeppni, fjárfesting, gagnsæi, einkaleyfi o.s.frv. | Lotan stendur enn yfir. |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ a)The GATT years: from Havana to Marrakesh, World Trade Organization
b)Timeline: World Trade Organization – A chronology of key events, BBC News
c)Brakman-Garretsen-Marrewijk-Witteloostuijn, Nations and Firms in the Global Economy, Chapter 10: Trade and Capital Restriction