Gýrólít
Útlit
Gýrólít frekar sjaldgæft
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Myndar blaðlaga sexstrenda kristala. Hvítt með silki-eða glergljáa. Vex í knippum eða hnúðum. Stærð 0,5-1 cm.
- Efnasamsetning: NaCa16(Si23Al)O60(OH)5 • 15H2O
- Kristalgerð: trígónal
- Harka: 3-4
- Eðlisþyngd: 2,3
- Kleyfni: mjög góð á einn veg
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Finnst í ólivínbasalti eftir að kemur niður í mesólít-skólesít-beltið
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2