Gísli Einarsson (fréttamaður)

Gísli Einarsson (f. 26 janúar 1967) er íslenskur frétta- og dagskrárgerðarmaður, heimildarmyndargerðamaður og skemmtikraftur. Gísli er ritstjóri mannlífs- og þjóðlífsþáttarins Landans frá upphafi hans.
Gísli hóf störf í fjölmiðlum árið 1998 með stofnun héraðsfréttablaðs Vesturlands, Skessuhorns, sem hann ritstýrði til ársins 2004. Þá hefur hann unnið hjá Ríkisútvarpinu frá árinu 1999, fyrst sem fréttamaður og síðar sem dagskrárgerðarmaður. Gísli hefur tekið þátt í fjölmörgum verkefnum innan Ríkisútvarpsins, t.a.m. ritstýrði hann þáttunum Út og Suður á árunum 2003-2009, sem hlutu Edduverðlaunin.
Árið 2008 var Gísli annar umsjónarmanna Laugardagslaganna, söngvakeppni sjónvarpsins.
Gísli hefur gefið út nokkrar heimildarmyndar, til að mynda Flóttinn yfir Miðjarðarhafið, sem fallar um ferð flóttamanna yfir Miðjarðarhafið og alla leið til Íslands og hlaut hann Blaðamannverðlaunin fyrir þá umfjöllun. Árið 2023 gaf hann út heimildarmyndina Surtsey: Land verður til.
Árið 2025 komu svo út þættirnir Matarsaga Íslands sem Gísli skrifaði og var annar umsjónarmanna en þeir fjalla um matarvenju, siði og menningu Íslands frá landnámi til nútímans.
Í dag ritstýrir Gísli Landanum sem hefur hlotið þrenn Edduverðlaun en þar að auki hefur hann hloti Edduverðlaun fyrir að vera sjónvarpsmaður ársins. Árið 2015 var Gísli valinn brautryðjandi ársins fyrir t.a.m. störf hans í Landanum.
Auk starfa í sjónvarpi hefur Gísli verið þekktur veislustjóri um áratugaskeið, séð um ferðaleiðsagnir hérlendis sem og erlendis og samið og leikið í tveimur einleikjum sem hafa verið settir upp á Söguloftinu í Landnámssetri Íslands, fyrst Mýramanninn og svo síðast Ferðabók Gísla Einarsson (en hvorki Eggerts né Bjarna) en sú síðarnefnda verður sýnd á Ríkisútvarpinu árið 2025.