Fara í innihald

Gásadalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gásadalur (færeyska: Gásadalur, framburður: [ˈɡ̊ɔasaˌd̥ɛalur]) er bær í Vogum í Færeyjum, vestan við . Hann liggur út með Mykinesfirði og er umkringdur hæstu fjöllum á eyjunni.

Gásadalur var lengi eina þorpið í Færeyjum sem var án vegasambands við aðra bæi. Áður en jarðgöng voru grafin var engin leið til Gásadals nema með þyrlu eða fótgangandi. Pósturinn varð að bera póstinn yfir fjallið þrisvar í viku. Þegar danska kvikmyndin "1700 metrar frá framtíðinni" kom út, varð hann heimsþekktur.

Frá árinu 2003 hefur verið hægt að ganga í gegnum jarðgöngin (ef vasaljós gleymist ekki) og frá árinu 2005 geta íbúar Gásadals, sem eiga lykil, farið akandi á bíl. Jarðgöngin sjálf eru 1.410 metrar að lengd. Þau verða opnuð almennri umferð árið 2006, þegar allri vinnu við þau lýkur.

Íbúarnir segja að hefðu jarðgöngin ekki komið, væri bærinn horfinn, en þrátt fyrir það er óvíst hvort Gásadalur vex aftur. Meirihluti íbúanna er 60 ára eða eldri og engin börn eru lengur í Gásadal.

Samkvæmt sögu Gásadals hefur bærinn fengið nafn eftir konu í Kirkjubæ, sem kölluð var Gæsa. Hún hafði borðað kjöt á föstunni þó að það væri bannað. Því voru allar eigur hennar gerðar upptækar og hún varð að flytja til dalsins í Vogum. Önnur saga, sem er trúlegri en hin, segir að nafnið sé dregið af grágæsum, sem hafa löngum flogið til Gásadals á sumrin. Aðrar sögur fjalla að mestu um huldufólk.

Í Gásadal er engin kirkja. Því eru guðsþjónustur haldnar í skólanum. Áður en kirkjugarðurinn var byggður árið 1873 var fólk grafið í Bæ og borið yfir fjallið. Líksteinn á leiðinni þangað var staður, þar sem líkmennirnir hvíldu sig. Á leiðinni til Bæjar er líka uppspretta, sem heitir Keldan vígda, þar sem prestur nokkur skírði óvenjulega sjúkt barn, sem þurfti að leita læknis í Bæ.