Furðugripasafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Titilsíðumynd úr Museum Wormianum. Myndin sýnir furðugripasafn hins danska Ole Worm

Furðugripasafn (furðugripastofa eða kúnstagripasafn) var alfræðiblandað samansafn af allavega forvitnilegum hlutum, en slík söfn voru til víða um Evrópu á endurreisnartímabilinu. Oft voru þessi söfn í einu herbergi eða í skáp, enda nefnd á þýsku Wunderkammer - undraherbergi. Söfnin vor oftast í einkaeigu og lituðust því algjörlega af eigendum sínum. Það er því ekki til nein ein skilgreining á slíku safni, en í furðugripasafni mátti oft sjá ýmis náttúruundur, listaverk og furðulega smíðisgripi. Söfnin voru oft nokkuð grótesk og lygileg í eðli sínu því þar voru stundum sýndir hlutir sem aðeins eru til í heimi goðsagna, s.s. drekablóð og einhyrningshorn. Þessi söfn voru undanfari náttúrugripasafna og þróuðust sum hver í þá átt síðar.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.