Furðugripasafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Titilsíðumynd úr Museum Wormianum. Myndin sýnir furðugripasafn hins danska Ole Worm

Furðugripasafn (furðugripastofa, gripabúr [1] eða kúnstagripasafn) var alfræðiblandað samansafn af allavega forvitnilegum hlutum, en slík söfn voru til víða um Evrópu á endurreisnartímabilinu. Oft voru þessi söfn í einu herbergi eða í skáp, enda nefnd á þýsku Wunderkammer - undraherbergi. Söfnin vor oftast í einkaeigu og lituðust því algjörlega af eigendum sínum. Það er því ekki til nein ein skilgreining á slíku safni, en í furðugripasafni mátti oft sjá ýmis náttúruundur, listaverk og furðulega smíðisgripi. Söfnin voru oft nokkuð grótesk og lygileg í eðli sínu því þar voru stundum sýndir hlutir sem aðeins eru til í heimi goðsagna, s.s. drekablóð og einhyrningshorn. Þessi söfn voru undanfari náttúrugripasafna og þróuðust sum hver í þá átt síðar.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Orðabók Blöndals; gripabúr: Skatkammer, Raritetskabinet.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.