Fulvia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fúlvía (83 f.Kr. – 40 f.Kr.) var rómversk yfirstéttarkona sem var uppi á tímum seinna rómverska lýðveldisins. Hún hafði lítil formleg völd en beitti áhrifum sínum á eiginmenn sína sem voru allir valdamiklir. Fulvia giftist fyrst Publiusi Clodiusi Pulcher og síðar Gaiusi Scriboniusi Curio sem voru rómverskir stjórnmálamenn, en þriðji eiginmaður hennar var Marcus Antonius. Fræðimenn telja að hún hafi haft mikil áhrif á stjórnmálaferil allra eiginmanna sinna.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]