Frotteurismi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frotteurismi er það þegar einstaklingur örvast kynferðislega af því að nudda líkama sínum eða kynfærum upp við aðra manneskju sem hefur ekki samþykkt það. Nuddið getur verið gagnvart ákveðnum líkamshluta eða ekki. Yfirleitt er um að ræða unga karlmenn sem nudda sér upp við kvenmenn og það á sér yfirleitt stað við aðstæður þar sem er mikil mannþröng. Það á sér oft stað ásamt öðrum kynlífsröskunum svo sem strípihneigð. Oftast forðar einstaklingurinn sér áður en athæfi hans uppgötvast eða viðkomandi nær að gera mál út úr því.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.