Fremri-Langey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fremri-Langey er eyja á Breiðafirði. Hún er í Dalasýslu og er hluti af eyjaklasanum sem gengur fram af Klofningi í boga í átt að Stykkishólmi. Eyjarnar heita í þessari röð: Langeyjarnes, Efri-Langey, Fremri-Langey, Arney, Skjaldarey og Bíldsey. Bíldsey og hálf Skjaldarey eru í Snæfellssýslu. Vestur af Skjaldarey eru Fagurey.

Fyrir utan Langeyjar og Arney er opinn Breiðafjörður en fyrir innan heita vogar og er þar grynnra og mjög skerjótt og gætir ekki úthafsöldu.

Milli Skjaldareyjar og Arneyjar er svonefnd Arneyjarsund. Þar er mikið dýpi og straumþungt og oft erfið alda. Á milli Arneyjar og Fremri-Langeyjar heitir Brjótur. Hann er væður á stórstraumsfjöru. Á milli Fremri-Langeyjar og Efri-Langeyjar er Krosssund. Krosssund er skipgengt minni bátum. Á milli Efri-Langeyjar og Langeyjarness eru Þröskuldar. Þröskuldar eru væðir á fjöru.