Frelsisbjallan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frelsisbjallan (Liberty Bell)

Frelsisbjallan eða The Liberty Bell er stór steypt bronsbjalla og þekkt tákn um sjálfstæði og frelsisbaráttu Bandaríkjanna. Frelsisbjallan er staðsett í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Upphaflega var bjallan steypt árið 1752 fyrir héraðsstjórn í Pennsylvaníu. Á bjöllunni er ritað "Proclaim LIBERTY Throughout all the Land unto all the Inhabitants Thereof". Stór sprunga er í bjöllunni. Bjallan varð þekkt eftir 1847 en í smásögu frá þeim tíma er því haldið fram að bjöllunni hafi verið hringt 4. júlí 1776. Á árunum 1885 til 1915 var bjallan víða sýnd á sýningum og samkomum bandarískra föðurlandsvina. Margmenni kom til að sjá bjölluna. Bjallan varð fyrir hnjaski í þessum ferðalögum, fleiri sprungur mynduðust og minjagripasafnarar hnupluðu brotum úr klukkunni og var þessum sýningum og flutningum þá hætt.

Ferðalög Frelsisbjöllunnar 1885 til 1915[breyta | breyta frumkóða]