Frelsisbjallan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Frelsisbjallan (Liberty Bell)

Frelsisbjallan eða The Liberty Bell er stór steypt bronsbjalla og þekkt tákn um sjálfstæði og frelsisbaráttu Bandaríkjanna. Frelsisbjallan er staðsett í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Upphaflega var bjallan steypt árið 1752 fyrir héraðsstjórn í Pennsylvaníu. Á bjöllunni er ritað "Proclaim LIBERTY Throughout all the Land unto all the Inhabitants Thereof". Stór sprunga er í bjöllunni. Bjallan varð þekkt eftir 1847 en í smásögu frá þeim tíma er því haldið fram að bjöllunni hafi verið hringt 4. júlí 1776. Á árunum 1885 til 1915 var bjallan víða sýnd á sýningum og samkomum bandarískra föðurlandsvina. Margmenni kom til að sjá bjölluna. Bjallan varð fyrir hnjaski í þessum ferðalögum, fleiri sprungur mynduðust og minjagripasafnarar hnupluðu brotum úr klukkunni og var þessum sýningum og flutningum þá hætt.

Ferðalög Frelsisbjöllunnar 1885 til 1915[breyta | breyta frumkóða]