Frances Fisher

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frances Fisher (fædd þann 11. maí árið 1952) er bandarísk leikkona. Hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum eins og Unforgiven frá árinu 1992 þar sem hún lék Strawberry Alice, höfuðvændiskonu í myndinni sem Clint Eastwood leikstýrði. Hún er líka fræg fyrir leik sinn sem móðir Rose (leikin af Kate Winslet) í myndinni Titanic frá árinu 1997. Báðar þessar kvikmyndir unnu óskarsverðlaun sem besta kvikmynd síns árs.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.