Fara í innihald

Dagskrá 21

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Framkvæmdaáætlun 21)

Dagskrá 21 eða Framkvæmdaáætlun 21 er alþjóðleg samþykkt Sameinuðu þjóðanna undirrituð á Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun af 179 þjóðum í Rio de Janeiro árið 1992. Samþykktinni er ætlað að vekja þjóðir heims til vitundar um sjálfbæra þróun. Þegar ljóst varð að Dagskrá 21 væri ekki nægilega mótuð fyrir hvert samfélag var samin Staðardagskrá 21 sem sveitarstjórnir eiga að nota til að vinna að sjálfbærri þróun. Þannig væri hægt að ná til grasrótarinnar.

Dagskrá 21 er ekki lagalega bindandi og framkvæmd hennar er valkvæm. Talan 21 vísar til 21. aldarinnar.

Áætlunin er 300 síðna skjal sem skiptist í fjóra hluta:

Staðardagskrá 21

[breyta | breyta frumkóða]

Staðardagskrá 21 er áætlun um sjálfbæra þróun innan stjórnsýslueininga innan ríkja, til dæmis sveitarfélaga. Hugmyndin bak við staðardagskrá 21 er sú að sjálfbær þróun samfélaga hvíli á þremur stoðum sem eru:

  • Félagsleg þróun; stuðla að sjálfsþurft, uppfylla frumþarfir, auka jafnræði, tryggja þátttöku, nota viðeigandi tækni
  • Efnahagsleg þróun; viðhalda hagvexti, hámarka einkahagnað, þróa markað, úthýsa kostnaði
  • Vistfræðileg þróun; virða þolmörk, vernda og endurvinna, draga úr úrgangi.
  • „Dagskrá 21 (pdf)“ (PDF) (enska).
  • United Nations Sustainable Development Knowledge Platform
  • Staðardagskrá 21 Geymt 25 febrúar 2018 í Wayback Machine á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga
  • „Hvað getið þið sagt mér um Staðardagskrá 21?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.