Fara í innihald

Frakklandsher

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Franskur ERC 90 Sagaie-skriðdreki með mönnum úr 1. fallhlífarherdeild húsara í franska landhernum á Fílabeinsströndinni árið 2003

Frakklandsher er herafli Frakklands sem skiptist í franska landherinn, franska flotann, franska flugherinn og frönsku herlögregluna. Frakklandsforseti er yfirmaður heraflans og er sá eini sem getur gefið leyfi fyrir notkun kjarnorkuvopna. Franski herinn var talinn hafa á að skipa um 215.000 manns árið 2014. Frakklandsher hefur aðallega haft sig í frammi í fyrrum nýlendum Frakka í Afríku og Karíbahafi og tekið þátt í aðgerðum Friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.