Fara í innihald

Frúardagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frúardagur er annað tveggja leikfélaga Menntaskólans í Reykjavík. Leikfélagið var stofnað árið 2010 og hefur frá árinu 2014 sett upp söngleik að hausti til sem nemendur skólans koma að. Leikfélagið heyrir undir nemendafélagið Framtíðina, annað tveggja nemendafélaga skólans.

Saga félagsins

[breyta | breyta frumkóða]

Frúardagur var stofnað árið 2010 eftir að stofnmeðlimirnir Arnór Gunnar Gunnarsson og Birnir Jón Sigurðsson komust hvorugir í leikhóp eina leikfélags skólans, Herranætur.[1] Nafn félagsins er hugsað sem andstæða við nafn Herranætur. Starfsemi félagsins var í fyrstu í litlum sniðum og meira í gríni gerð en alvöru.

Eftir að Arnór og Birnir útskrifuðust úr skólanum lá starfsemi félagsins niðri þangað til að hópur nemenda endurvakti félagið árið 2014 með það að markmiði að efla leikhúslíf MR-inga og bjóða upp vettvang fyrir leiklist, tónlist, dans og myndlist. Um haustið sama ár setti Frúardagur svo upp sína fyrstu stórsýningu þegar leikfélagið setti upp söngleikinn Leg eftir Hugleik Dagsson. Leikstjórar voru stofnmeðlimirnir Arnór Gunnar og Birnir Jón en að sýningunni komu hátt í 70 nemendur skólans. Leg var sett upp í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði og fékk sýningin stórgóðar móttökur en uppselt var á allar fimm sýningarnar.[2] Formaður Frúardags skólaárið 2014-15 var Jóhanna Embla O Þorsteinsdóttir.

Velgegni og vinsældir fyrstu sýningarinnar gáfu leikfélaginu byr undir báða vængi og hefur Frúardagur sett upp leiksýningu á hverju ári síðan, að 2020 undantöldu vegna heimsfaraldursins.

Uppsetningar

[breyta | breyta frumkóða]
Uppsetning Ár Leikstjórn Höfundur Sýningarstaður
Leg 2014 Arnór Gunnar Gunnarsson og Birnir Jón Sigurðsson Hugleikur Dagsson Gaflaraleikhúsið
Ástin er diskó, lífið er pönk 2015 Eva Halldóra Guðmundsdóttir og Guðmundur Felixson Hallgrímur Helgason Bæjarbíó
High School Musical 2016 Jóhann Kristófer Stefánsson og Sigurbjartur Sturla Atlason Peter Barsocchini Gaflaraleikhúsið
Forðist okkur 2017 Kolfinna Nikulásdóttir og Steiney Skúladóttir Hugleikur Dagsson Garðatorg 1
Mean Boys 2018 Alma Mjöll Ólafsdóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson Leikhópur Suðurströnd 2
Bachelorið 2019 Snæfríður Sól Gunnarsdóttir Leikhópur Dansverkstæðið Hjarðarhaga 47
Drepfyndið 2020 Fjölnir Gíslason Fjölnir Gíslason, leikhópur *Ekki sýnt vegna Covid
Dead Poets Society 2021 Bjarki Björnsson og Jón Ólafur Hannesson Bjarki Börnsson, Jón Ólafur Hannesson og leikhópur Harpan
Koppafeyti 2022 Bjartur Örn Bachman Gamla Bíó
Músagildran 2023 Rebekka Magnúsdóttir Agatha Christie Gamla Bíó
Rocky Horror Show 2024 Berta Sigríðardóttir Richard O'Brien Gamla Bíó

Tilvitnanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Leg Hugleiks í uppfærslu Frúardags“. Hugrás. 11. nóvember 2014.
  2. „Leg - Söngleikur“. Midi.is. 1. nóvember 2014.