Frædreifing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frædreifing er hvernig fræ flyst frá móðurplöntu. Plöntur geta dreift fræjum sínum á tvennan hátt: í rúmi og í tíma. Margar tegundir bera fræ sem eru vel aðlöguð til að dreifast með vatni, vindi, dýrum eða mönnum. Frædvali er hins vegar aðferð til að dreifast í tíma þar sem vaxtarskilyrði eru óstöðug. Flestar plöntur á norðlægum slóðum nota báðar aðferðir til að dreifa fræum, til dæmis þegar fræ berst með vindi og fer síðan í dvala fram til næsta vor þegar það spírar við ákveðnar umhverfisaðstæður.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.