Fara í innihald

Foxtrot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Foxtrot (beinþýð.: refabrokk) er samkvæmisdans sem dregur nafn sitt af upphafsmanninum; Harry Fox sem hannaði dansinn árið 1914. Hann brenndi sig á því að finna hvergi dömu sem gæti dansað two step svo hann bætti því við skrefum og útkoman varð grunnurinn að Foxtrot. Vernon og Irene Castle tóku dansinn upp á arma sér og þróuðu hann og kynntu. Seinna staðlaði Arthur Murray dansinn svo hann fór að líkjast bandarískum tangó.

Upphaflega var foxtrot dansaður við ragtime-tónlist en síðar, og fram á okkar daga, tókum stórsveitir að leika undir við dansinn. Þegar rokk og ról (e. rock 'n roll) kom fram á sjónarsviðið upp úr 1950 leituðu útgefendur með logandi ljósi eftir passlegri danstegund við þessa nýju tónlist. Þar koma foxtrot-inn sterkur inn og markaðssetti fyrirtækið Decca Records lag Billy Haley and His Comets, Rock around the clock, einmitt sem slíkt. Lagið seldist í meira en 25 milljón eintökum og er því söluhæsta foxtrot-lag allra tíma.

Með tímanum hefur foxtrot verið skipt í tvo flokka eftir hraða; Slowfox hið rólega en Quickstep hið hraða.