Forvitin rauð
Útlit
Forvitin rauð var íslenskt tímarit sem gefið var út af Rauðsokkahreyfingunni frá 1972-1982.[1]
Árið 1972 hafði Rauðsokkahreyfingin umsjón með tíu útvarpsþáttum undir heitinu Ég er forvitin rauð og í framhaldi var ákveðið að verja greiðslu sem hreyfingin fékk fyrir þættina til að gefa út tímarit.[2] Blaðið kom yfirleitt út einu sinni til tvisvar á ári og umfjöllunarefni þess voru einkum jafnréttismál, stjórnmál og bókmenntir.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Timarit.is, „Forvitin rauð“ (skoðað 7. sept 2019)
- ↑ Vísindavefur.is „Hvað var Rauðsokkuhreyfingin?“ (skoðað 7. september 2019).