Forsetar Súrínam
Útlit
(Endurbeint frá Forseti Súrinam)
Forseti Súrinam er kosinn til 5 ára í senn af þinginu (De Nationale Assemblée). Forsetakjörsreglurnar eru þannig að tvo þriðju hluta atkvæða þarf í þinginu til kosningar. Ef enginn frambjóðendi nær "tvöföldum meirihluta" (tweederdemeerderheid) í þinginu, er kosningunni vísað til Verenigde Volksvergadering, þar sem aftur sitja þingmenn en ennfremur bæjarráðsmenn og ýmsir aðrir embættismenn og dugir þá einfalt fleirtal.
Forsetar Súrinam (frá 1975)
[breyta | breyta frumkóða]Forseti | Embættistíð | Flokkur | ||
---|---|---|---|---|
J.H.E. Ferrier (1910-2010) |
25. nóvember 1975 | 13. ágúst 1980 | ||
H.R. Chin A Sen (1934-1999) |
15. ágúst 1980 | 4. febrúar 1982 | Partij Nationalistische Republiek | |
L.F. Ramdat Misier (1926-2004) |
8. febrúar 1982 | 25. janúar 1988 | ||
R. Shankar (1937) |
25. janúar 1988 | 24. desember 1990 | Vooruitstrevende Hervormings Partij | |
J.S.P. Kraag (1913-1996) |
29. desember 1990 | 16. september 1991 | Nationale Partij Suriname | |
R.R. Venetiaan (1936) |
16. september 1991 | 15. september 1996 | Nieuw Front (NPS) | |
J.A. Wijdenbosch (1941) |
15. september 1996 | 12. ágúst 2000 | Millennium Combinatie (NDP) | |
R.R. Venetiaan (1936) |
12. ágúst 2000 | 12. ágúst 2010 | Nieuw Front (NPS) | |
D.D. Bouterse (1945-2024) |
12. ágúst 2010 | 16. júlí 2020 | Megacombinatie (NDP) | |
Chan Santokhi (1959) |
16. júlí 2020 | Enn í embætti | Vooruitstrevende Hervormings Partij |