Atlantseyjafélagið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Atlantseyjafélagiðdönsku: Foreningen De Danske Atlanterhavsøer) var danskt hagsmunafélag sem vann að því að styrkja samband milli íbúa í danska ríkinu. Félagið var stofnað 1902 á þeim tíma sem umræða var um hvort danska ríkið ætti að selja Dönsku Vestur-Indíur til Bandaríkja Norður-Ameríku.

Stofnendur félagsins voru andstæðingar sölu danskra landssvæða og margir efnaðir Kaupmannahafnarbúar studdu það. Í kjölfar sölunnar á Dönsku-Vestindíum fyrir 24 milljónir dollara árið 1917 var félagið endurskipulagt árið 1919 og nafni þess breytt í Dansk Samvirke. Félagið gaf út mánaðarritið Atlanten.

Meirihluti fólks taldi sig ekki eiga mikið sameiginlegt með dönsku Vestur-Indíum og margir voru andstæðingar þrælahalds og nýlendueigenda þar. Valtýr Guðmundsson var félagsmaður í félaginu. Í desember 1909 var á fundi Íslendinga í Kaupmannahöfn mótmælt veru Íslendinga í Atlantseyjafélaginu og það kallað Skrælingjafélagið.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ingólfur, 7. árgangur 51. tölublað 1909
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.