Forbes
Útlit
Forbes er viðskiptatímarit sem var stofnað af blaðamanninum B. C. Forbes í New York-borg árið 1917. Það kemur út hálfsmánaðarlega. Kjörorð tímaritsins er „tæki kapítalismans“ og það er einkum þekkt fyrir ýmsa lista sem það gefur út, eins og lista yfir 400 ríkustu Bandaríkjamennina (Forbes 400) og lista yfir stærstu fyrirtæki heims (Forbes Global 2000). Forstjóri og aðalritstjóri tímaritsins er Steve Forbes.