Fluxx

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fluxx, version 3.1.
Zombie-Fluxx.

Fluxx er borðspil sem spilað er með spilastokk. Það er ólíkt öðrum slíkum spilum að því leyti að spilareglur og markmið spilsins breytast eftir því hvaða spil spilarar nota. Í spilastokk eru 84 til 100 spil af fjórum gerðum en það eru nýjar reglur (e. new rules), hald (e. keepers), markmið (e. goals) og gjörðir (e. actions). Spilið hefst með einfaldri reglu "draga eitt spil/spila út einu spili".