Flugvélstjóri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flugvélstjóri

Flugvélstjóri var flugliði sem hafði umsjón með vélbúnaði flugvélar. Þeir sáu um að fylgjast með ýmsum kerfum stórflugvéla, til dæmis olíunotkun og hitastig vélarinnar. En með framförum í tölvu og hugbúnaðargerð var ekki lengur þörf að hafa flugvélstjóra um borð.

Nú til dags eru flugvélar bara með einn til tvo flugmenn en áður fyrr þurfti allt að fimm til að fljúga stærri vélum. Þá þurfti tvo flugmenn, einn flugvélstjóra, einn siglingafræðing og einn loftskeytamann. Siglingafræðingur og loftskeytamaður voru fyrst leystir af hólmi út af hugbúnaðarkerfum en flugvélstjóri hélst inni fram undir 1980 en fór þá hratt fækkandi. Nú er það úrelt starfsgrein.