Flokkaspjall:Norska konungsfjölskyldan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ætti þetta ekki að vera "Norskt konungsfólk" eða ætti það að vera sérflokkur? Konungsfjölskyldan er yfirleitt núverandi en sagan geymir helling af fyrrverandi :) --Stalfur 5. des. 2005 kl. 13:48 (UTC)

Ég bjó nú bara til flokk úr rauðum tengli og er ekki búinn að hugsa þetta út á enda. En þetta er rétt sem þú segir og þar að auki er ekki allt kóngafólk af sömu ætt t.d. hafa verið allnokkrar ættir kóngafólks í Bretlandi. En orðið „konungsfólk“ er mér framandi. --Cessator 5. des. 2005 kl. 13:54 (UTC)
Nei, norska konungsfjölskyldan ætti bara að innihalda núverandi konungsfjölskyldu (bæði þá sem eru þjóðhöfðingjar og þá sem ekki eru það - prinsa, prinsessur, hertoga, baróna hvaða nöfnum sem þau kunna að nefnast, svo lengi sem þau teljast hluti fjölskyldunnar). Svo erum við með flokkinn Flokkur:Noregskonungar fyrir hitt... --Akigka 5. des. 2005 kl. 14:00 (UTC)
Norskt kóngafólk gæti innihaldið ýmsa úr þessari eða fyrri fjölskyldum sem grein er skrifuð um en urðu þó aldrei kóngar. Þetta yrðu því þrír flokkar, og kannski með undirflokkum eftir ættbogum (á við allt kóngafólk). --Stalfur 5. des. 2005 kl. 14:03 (UTC)
Já, Flokkur:Norskt kóngafólk er ekkert óvitlaus flokkur svo sem. Svo ætti líka að vera til Flokkur:Norskur aðall undir Flokkur:Norðmenn. --Akigka 5. des. 2005 kl. 14:12 (UTC)
Í Noregi erum við ekki með aðal, ég held það er yfir hundruð ár siðan það var ólaglegt með aðal í Noregi. Svo ég held það er nog med bara Flokkur:Norskt kóngafólk og Flokkur:Norðmenn. --KRISTAGAα-ω 5. des. 2005 kl. 14:36 (UTC)