Flokkaspjall:Eistlendingar

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ætti þetta ekki að heita Flokkur:Eistar? --Akigka 20:27, 4 mars 2007 (UTC)

Íslensk málstöð gefur upp „Eistlendingar“ en nefnir orðmyndina „Eistar“ neðanmáls sem annan valkost. Hann er öllu vandræðalegri því þá þurfa menn stundum að segja frá Eistum já eða Eistunum. --Cessator 20:33, 4 mars 2007 (UTC)

Eistlendingar er fínt finnst mér. Eistar er auðvitað rétt líka en þetta er varla staður og stund til að fara skellihlæja, þeas þegar maður er að lesa alfræðiorðabók. Nema þá kannski undir FYNDNI. Hakarl 20:36, 4 mars 2007 (UTC)hákarl

Ég held að það sé líka gott að fylgja Íslenskri málstöð nema sérstök ástæða sé til þess að gera það ekki. --Cessator 20:39, 4 mars 2007 (UTC)

Sammála. Hakarl 20:42, 4 mars 2007 (UTC)hakarl

Úff, þetta er nú ekki samkvæmt minni máltilfinningu, en ég ætla ekki að fara að deila við málstöðina. Google sýnist mér gefa helmingi fleiri niðurstöður fyrir Eistar en Eistlendingar. Það eru líka mýmörg dæmi um orð sem geta verið tvíræð í einhverjum föllum, svo varla er það ástæða til að útrýma hinu ágæta orði „Eistar“. --Akigka 20:58, 4 mars 2007 (UTC)

Já, það er kannski rétt - án þess ég ætli að fara snúast í hringi við hvert innlegg. Eistar er auðvitað miklu eldra heiti á íbúum Eistlands. Laxness talar t.d. um Eista, aldrei um Eistlendinga, og það er ekki til í Orðabók Háskólans. Kannski tilbúið af fréttamönnum til að forðast að brosa þegar talað er um Eista (og góðkennt svo af íslenskri málstöð - því í raun er ekkert að því svosem að tala um Eistlendinga). Í Íslandsklukkunni segir Laxness á einum stað: leigumenn af ýmissi þjóð og stétt, Saxar, Eistur, Vindur, Pólverjar, Bæheimsfólk, reyfarar. Hann beygir að vísu Eistar með gamla laginu. Og kannski á tvíræðni ekki að hlaupa með fólk í gönur. Hreinum er allt hreint osfrv. Hvað með það þótt þetta rími við hosuleista og hægt væri að semja um þá dónalega vísu. Er ekki komið nóg af bönnum og ótta í þá átt? Hakarl 21:22, 4 mars 2007 (UTC)hakarl