Fara í innihald

Flokkaspjall:Íslenskir miðlar

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég held það sé ekki þörf á að hengja (miðill) aftan við nöfn alls þessa fólks. Slíkir svigar eru aðeins notaðir þar sem til er önnur grein með sama nafni eða augljós hætta er á ruglingi við annað þekkt fyrirbæri með sama nafn. Hér þyrftu þá að vera til aðrir þekktir Íslendingar með nákvæmlega sama nafn til að svigans væri þörf. --Akigka 10:10, 15 febrúar 2007 (UTC)

Annað varðandi miðlana. Það segir í flestum greinunum eitthvað í þessa veru "...sagður er hafa miðilsgáfu". Ég veit að þetta er ekki lögverndað starfsheiti en þetta hljómar svolítið eins og sögusagnir sem ekki er alveg ljóst að standist. --Óli Ágúst 10:27, 15 febrúar 2007 (UTC)
Ég er líka sagður hafa miðilsgáfu. =] --Baldur Blöndal 10:41, 15 febrúar 2007 (UTC)
Hugmyndin með því að setja "(miðill)" fyrir aftan var að aðgreina t.d. Ólaf Ólafsson miðil frá Ólafi Ólafssyni fjármálamanni. Skúli Viðar Lórenzson og Þórunn Maggý eiga sér enga alnafna svo ég viti, þannig að þetta er víst ástæðulaust með sum þeirra. Ég skrifaði að þau væru "sögð hafa miðilsgáfu" vegna þess að það er vafasöm og umdeild fullyrðing að miðilsgáfa sé til, til að byrja með. Það má kannski nota annað orðalag, en ég tel a.m.k. ekki stætt á því að halda því fram að þau hafi gáfuna þótt þau haldi því fram sjálf.Vesteinn 11:06, 15 febrúar 2007 (UTC)
Já, það er góð og gild ástæða til að nota svigann ef augljós hætta er á ruglingi. Hins vegar hef ég persónulega yfirleitt gert ráð fyrir því að viðkomandi eigi sér ekki alnafna sem grein muni verða skrifuð um í nánustu framtíð frekar en hitt og því sleppt sviganum. Það er alltaf hægt að bæta honum við síðar þegar og ef skrifuð verður grein um alnafna viðkomandi. --Akigka 11:16, 15 febrúar 2007 (UTC)
Satt segirðu, ætli ég breyti þessu þá ekki í nótt.Vesteinn 11:17, 15 febrúar 2007 (UTC)
Er það ekki einmitt tilgangurinn, að gefa til kynna að þetta séu sögusagnir sem ekki er víst að standist.. Koettur 12:20, 15 febrúar 2007 (UTC)
Jú, ég myndi nú segja eitthvað ef hér væri fullyrt að viðkomandi væri miðill. --Cessator 12:24, 15 febrúar 2007 (UTC)
Já ég er sammála því að það er erfitt að fullyrða nokkuð En frekar væri hægt að segja t.d. "starfar sem miðill". Í því felst engin fullyrðing hvort hann sé hæfur í sínu starfi! :) Enn annað sem mér finnst kjánalegt við þessar greinar er að nefna eitt og annað eins og t.d. "Hann heimsækir saumaklúbba og heldur fyrirlestra fyrir félagasamtök[1]", þetta hljómar eins og auglýsing fyrir starfsemi þessa fólks. Auk þess er ég að íhuga, þarf fólk ekki að hafa afrekað eitthvað eða starfað á opinberum vettvangi til að eiga sér sess í alfræðiriti, er nóg að vinna bara vinnuna sína samviskusamlega? --Óli Ágúst 13:58, 15 febrúar 2007 (UTC)
Veit ekki. Það að segja að menn séu sagðir gæddir miðilsgáfu er ekki neinn dómur um hvort þeir séu góðir í sínu starfi. Málið er, að mínu mati, að það að segja "starfar sem miðill" sé að segja að hann starfi við rabba við dautt fólk. En svo einfalt er málið ekki. Koettur 14:13, 15 febrúar 2007 (UTC)
Sumir miðlarnir sem ég setti inn eru nógu umtalaðir til að þeir verðskuldi tvímælalaust færslu að mínu mati -- t.d. Hermundur, Skúli og Þórunn Maggý. Það er kannski spurning með hina sem eru ekki eins þekktir.Vesteinn 16:49, 15 febrúar 2007 (UTC)
Mér finnst reyndar mikið afrek að geta rætt við framliðna, eitthvað sem ég gæti aldrei! :) --Óli Ágúst 23:17, 15 febrúar 2007 (UTC)

Byrja umræðu um Flokkur:Íslenskir miðlar

Byrja nýja umræðu