Flokkaspjall:Íslensk millinöfn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Íslenska millinafnið Líndal vantar inn í listann. Í minni ætt hefur Líndals-nafnið verið notað sl. 100 ár (ca.). Móðir mín sagði mér frá því að afi eða langafi hennar hafi farið frá Línakradal í Hrútafirði, til Reykjavíkur til að kaupa ættarnafnið Líndal en það var því miður selt 3 dögum áður en hann kom. Hann ákvað því að skíra ófædd börn sín Líndal og bað þau skíra sín börn Líndal osfr. Af 4 systkinum er ég yngstur og sá eini sem er Líndal. Móðir mín og ein önnur kona í hennar fjölskyldu voru þær fyrstu til að sleppa nafninu svo að ég tel að það séu uþb. 50 manns með þetta millinafn (er ekki viss). Af mínum 3 börnum bera 2 þeirra Líndalsnafnið sem millinafn.

Einnig finnst mér vanta millinafnið Ýr sem hefur verið mjög vinsælt sl. 10 - 15 ár.


Með kveðju,

Hinrik Líndal Skarphéðinsson

Þessi millinöfn eru unnin upp úr opinberum lista yfir leyfð millinöfn. Á þeim lista er ekki að finna Líndal né Ýr. Ýr er hins vegar leyft eiginnafn og getur því verið notað sem fyrsta, annað eða þriðja eiginnafn. --Stalfur 12. febrúar 2006 kl. 13:33 (UTC)

Jónatan Líndal Bóndi Holtastöðum fékk leyfi til að nota ættarnafnið Líndal um 1915.

Kveðja Þröstur Líndal