Fara í innihald

Fjörfiskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjörfiskur er heiti yfir ósjálfráða, síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga.

Almennt er lítið vitað um orsakir fjörfisks. Þreyta, álag og andleg streita eru þó taldir vera þættir sem geta komið fjörfisknum af stað.

Þótt fjörfiskur geti í undantekningartilvikum verið merki um undirliggjandi sjúkdóm er hann nær alltaf skaðlaus.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir (14.5.2004). „Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?“. Vísindavefurinn.