Fjármálalæsi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjármálalæsi er getan til að fjalla um peninga og meðferð þeirra án vandræða, skilja helstu atriði eigin fjármála og hvernig er hægt að hafa áhrif á þau.[1]

Fjármálalæsi á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2009 var Íslendingum gefið 4,3 í einkunn í fjármálalæsi.[2] Viðskiptaráðherra Íslands skipaði nefnd þann 13. ágúst 2008 til að kanna stöðu fjármálalæsis á Íslandi og niðurstaða hennar var:

Það er niðurstaða nefndarinnar að brýn þörf sé á aðgerðum til úrbóta. Almenningur hefur ekki nægjanlega góða þekkingu á fjármálahugtökum og fjármálaþjónustu. Í rannsókn sem nefndin lét gera meðal almennings á fjármálalæsi kom í ljós að meðaltal réttra svara um þekkingu á fjármálum var rúmlega 53%. Fjármálalæsi er sérstaklega ábótavant á meðal tekjulægstu hópanna og þeirra sem hafa litla menntun. Þessi niðurstaða er í samræmi við erlendar rannsóknir. Niðurstöðurnar sýndu jafnframt að innan við helmingur þátttakenda taldi sig ekki hafa áhyggjur af fjármálum sínum en á sama tíma taldi meirihluti svaranda litlar eða næstum engar líkur á því að þeir gætu greitt skuldir sínar á réttum tíma á næstu sex mánuðum. Þessi niðurstaða virðist endurspegla vel það dæmigerða hugarfar sem ríkir hjá Íslendingnum að „þetta reddast allt saman“. Staðreyndin er hins vegar sú að skuldir eru bæði áhættusamar og kostnaðarsamar og geta í sumum tilvikum orðið einstaklingnum.
 
Kafli 6: Niðurstöður á bls. 6 í skýrslunni Fjármálalæsi á Íslandi: Skýrsla nefndar á vegum viðskiptaráðherra

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.