Fara í innihald

Fiskeðlur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steingervingur fiskeðlu

Fiskeðlur (fræðiheiti: Ichthyosauria) voru risavaxin skriðdýr í sjó sem líktust fiskum og höfrungum. Blómatími þeirra var á miðlífsöld og sýna steingervingar að þær komu fram fyrir um 245 milljónum ára og hurfu fyrir um 90 milljónum ára, um 25 milljónum ára áður en risaeðlur urðu útdauðar. Fiskeðlur voru með ugga og hala sem þróuðust í sporð. Þær fæddu lifandi afkvæmi. Augu fiskeðla voru einstök og slík augu finnast ekki í dýrum í dag. Þau voru mjög stór og í þeim var beinhringur. Mjög vel varðveittur steingervingur fiskieðlu fannst á Janusfjalli á Svalbarða í ágúst 2009.