Fara í innihald

Fernando Alonso

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fernando Alonso
Alonso árið 2016
Fæddur
Fernando Alonso Díaz

29. júlí 1981 (1981-07-29) (43 ára)
ÞjóðerniSpánn Spænskur
Störf Formúlu 1 ökumaður

Fernando Alonso Díaz (f. 29. júlí, 1981) er spænskur ökumaður sem keppir í Formúlu 1 með Aston Martin. Alonso hefur tvisvar sinnum unnið heimsmeistartitillinn í Formúlu 1 á árunum 2005 og 2006 með Renault liðinu.

Á ferli sínum í Formúlu 1 hefur Alonso hefur unnið 32 keppnir, náð 22 ráspólum, 26 hröðustu hringjum og staðið 106 sinnum á verðlaunapalli.

Árið 2018 hætti Alonso í Formúlu 1 og fór að keppa í þolakstri. Hann vann FIA World Endurance Championship (WEC) og 24 tíma Le Mans kappaksturinn á árunum 2018 og 2019.[1] Árið 2021 kom hann aftur í Formúlu 1 með Alpine liðinu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Galloway, James (17. júní 2019). „Fernando Alonso wins Le Mans again and World Endurance title“. Sky Sports. Sótt 23. júlí 2024.