Fara í innihald

Ferilsathugun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ferilsathugun (eða ferilsrannsókn) er nákvæm greining á afmarkaðri einingu t.d. persónu eða hóp, sem síðan er höfð sem líkan við viðameiri athuganir, nokkurs konar hluti fyrir heild. Ferilsrannsóknir eru t.d. stundaðar í læknisfræði, sálfræði og félagsvísindum. Ferilsathugun er einnig notuð í markaðsfræði til að skoða fyrirtæki eða einhverja deild þess í þaula til að athuga þætti þess sem benda annaðhvort til falls eða farsældar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.