Falsvinir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Falsvinir (eða svikatengsl) er haft um orð ólíkra tungumála sem sýnast jafngild, hljóma eða líta eins út eða (virðast) eiga sér sameiginlegan orðstofn. Dæmi um falsvini er enska orðið „harm“ og íslenska orðið „harmur“. Íslenska orðið þýðir ekki skaði, eins og það enska, heldur sorg. Orðin teljast því vera falsvinir. Annað dæmi er enska sögnin „to have“ sem þýðir að hafa og latneska sögnin „habere“ sem einnig þýðir að hafa en algeng mistök eru að telja að skyldleiki sé með orðunum; svo er þó ekki en enska sögnin er á hinn bóginn skyld latnesku sögninni „capio“ sem þýðir að taka.

Listi yfir falsvini (með tengsl við íslensku)[breyta | breyta frumkóða]

  • Harm - (ens) harmur - Enska orðið harm þýðir skaði, en orðið merkir sorg á íslensku.
  • Innkoma - (ens) income - Ensk orðið income þýðir tekjur. Innkoma á íslensku merkir að koma inn eða heimkoma.
  • Rúm - (sæn) rum - Sænska orðið rum þýðir herbergi, en íslenska orðið rekkja.
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.