Fallin spýta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fallin spýta er leikur barna sem fer þannig fram að einn úr hópnum er valinn til að bíða hjá spýtu sem er stillt upp við vegg eða eitthvað annað. Hann byrjar á því að telja upp að tuttugu. Allir aðrir þátttakendur hlaupa í burtu og fela sig. Markmiðið er að finna alla sem földu sig. Ef hann sér einhvern, hleypur hann að spýtunni og kallar fallin spýta fyrir Jóni/Gunnu, einn, tveir, þrír og er þá viðkomandi úr leik. Þeir sem földu sig reyna aftur á móti að komast að spýtunni á undan þeim sem leitar og ef einhverjum tekst það kastar hann spýtunni upp í loftið og kallar: fallin spýta fyrir öllum og með því frelsar hann alla.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.