Fagurey (Breiðafirði)
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Fagurey er eyja í Breiðafirði, norður af Stykkishólmi. Næstu eyjar eru Bíldsey, Arney og Elliðaey. Á Fagurey bjó Sturla Þórðarson síðustu æviár sín og andaðist þar.
Þar sem landnámsmenn báru ekki alltaf skarpleika til að nefna aðeins eina eyju á svipuðum slóðum með sama nafninu er að finna tvær aðrar minni eyjar á Breiðafirði með sama nafninu, Fagurey í Skáleyjum og Fagurey við Seley
Stikklað á Stóru
[breyta | breyta frumkóða]Ekki er vitað hvenær byggð hófst í Fagurey. Hennar er fyrst getið í sambandi við atburði árið 1235 og var þá í ábúð. Eyjan kemur nokkrum sinnum við sögu í umróti Sturlungaaldar og var að líkindum í eigu Þórðar Sturlusonar. Þekktust er hún fyrir að þar eyddi Sturla Þórðarson sagnaritari (1214-1284) síðustu æviárum sínum og hefur að líkindum eignast eynna eftir föður sinn. Hann var jafnframt lögmaður og mun hafa farið með Snorrungagoðorð, að minnsta kosti að hluta. Sturla er höfundur ýmissa kunnra verka þ.á.m. Íslendinga sögu, sem talið er að hann hafi samið 1271-1284, væntanlega að miklu leyti í Fagurey. Árið 1274 er Fagurey komin undir kirkju og stað á Helgafelli, en skömmu fyrir 1400 er hún talin meðal jarðagóss klaustursins þar. Bænhús var í Fagurey á miðöldum. Skömmu fyrir 1570 fékk Pétur Einarsson umboðs-, sýslumaður og prestur Fagurey til afnota ævilangt, endurgjaldslaust. Átti eyjan að falla aftur til krúnunnar að Pétri látnum. Talið er að hann hafi fyrstur manna notað gleraugu hér á landi, og var því stundum kallaður Gleraugna-Pétur.