Fara í innihald

Förumaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Flakkari eða förumaður er maður sem ferðast milli staða, hvort sem er til ferðalaga, eða vegna þess að viðkomandi á hvergi heima og er á vergangi. Flakkarar settu töluverðan svip á íslenskt þjóðlíf, allt frá landnámi að upphafi 20. aldar. Íslenskir flakkarar (oft sveitaómagar) voru oft kvæðamenn eða góðir upplesarar á kvöldvökum eða unnu fyrir sér með ýmsum hætti, allt eftir því hvað þeir þurftu að gera til að fá gistingu og fæði. Flakkarar voru stundum nefndir landshornaflakkarar eða landshornasirklar, reikunarmenn, slangarar eða slattarar. Einnig tíðkuðust heitin umferðarkarl og brautingi.


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.