Fílafótur
Útlit
Fílafótur eða hjólahnallur er hringlaga trappa á hjólum sem lítur út eins og baklaus stóll (kollur). Hjólin eru á gormum og þegar stigið er í tröppuna fara hjólin upp og trappan verður stöðug. Það er því auðvelt að færa eða ýta fílafót á gólfi. Þessi tegund af tröppu er meðal annars notuð í bókasöfnum og verslunum til að komast í hillur sem eru hátt uppi. Fílafótur heitir á ensku kickstool eða sparkkollur.